Fréttir

Dennis og Daniel framlengja samning sinn við félagið

Knattspyrna | 02.07.2012 Varnarmaðurinn Dennis Nielsen og miðjumaðurinn Daniel Osafo-Badu hafa framlengt samning sinn um eitt ár við BÍ/Bolungarvík. Báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í liðinu í sumar. Dennis Nielsen er 21 árs og kemur frá Danmörku, hann kom til félagsins frá Varde IF í heimalandi sínu. Daniel er 25 ára miðjumaður frá Englandi, hann lék með Magna frá Grenivík í þriðju deildinni í fyrra en kemur upphaflega frá Crystal Palace.

Stjórn félagsins er gríðarlega ánægð með að hafa framlengt við leikmennina, samstarfið hefur gengið vel hingað til og vonandi verður engin breyting þar á. Deila