Fréttir

Eimskipamótinu lokið!

Knattspyrna | 10.05.2010 Það var mikið að gera um helgina enda spilaður fótbolti sleitulaust, svotil, á laugardegi og sunnudegi. Veðrið lék við okkur, sérstaklega á sunnudeginum, sól og blíða og hægur vindur. Frábærar aðstæður enda var bros á hverju andliti. Krakkarnir stóðu sig stórkostlega, hlupu, stukku, skölluðu og skutu af öllum hjartans kröftum og uppskáru eftir því; ekki endilega sigur eða bikar, heldur skemmtun og heilbrigða hreyfingu. Það er nefnilega gott að vera þreyttur.
Formaðurinn var með myndavélina á lofti og skaut allt hvað af tók og uppskeran er komin í albúm hér til vinstri, undir„myndir“. Þetta eru 267 myndir og reynt var að ná sem flestum af krökkunum okkar en ég veit að það tókst ekki þar sem leikjaplanið var ekki vinveitt á alla vegu til ljósmyndunar auk þess sem það þurfti að gera fleiri hluti.
Njótið vel! Deila