Fréttir

Elmar Atli og Pétur Bjarnason heimsækja Svíþjóð

Knattspyrna | 07.11.2018

Elmar og Pétur héldu til Svíþjóðar á sunnudaginn s.l. en þar munu þeir fá smjörþefinn af því hvernig er að æfa út í heimi atvinnumannsins. Munu þeir vera úti í um viku tíma og æfa með Helsingborg.

Eins og flestir vita að þá leikur Andri „okkar“ Bjarnason með Helsingborg og var það fyrir hans tilstuðan að strákarnir fóru út. Elmar og Pétur, sem fengu verðskuldaða athygli eftir frábæra spilamennsku í sumar, voru báðir í liði ársins hjá fotbolti.net og mun þess reynsla klárlega nýtast þeim á komandi tímabili, enda ekki á hverjum degi sem þú færð að æfa í viku með einum af flottari klúbbum Skandinavíu.

 

Áfram Vestri!

Deila