Fréttir

Emil Pálsson til Wales

Knattspyrna | 22.09.2009 Emil Pálsson, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur, er á leið til Wales með U-17 landsliði Íslands. Gunnar Gylfason þjálfari liðsins valdi Emil til fararinnar en drengirnir leggja í hann í næstu viku eða 27. september, og munu leika við Wales á mánudeginum, Rússland á miðvikudeginum og Bosníu-Hersegóvínu á laugardeginum. Heimferð verður sunnudaginn 4. október.
Þetta verður eflaust mikil upplifun og góð reynsla fyrir Emil en hann er ekki ókunnugur á þessum slóðum þar sem hann tók þátt í Norðurlandamótinu í sumar með sama liði við góðan orðstír.
Stjórn Boltafélagsins óskar Emil innilega til hamingju með valið og þann árangur sem hann hefur náð í sumar með elju sinni og vinnusemi. Deila