Fréttir

Emil Pálsson valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2010

Knattspyrna | 25.01.2011 Okkar maður, Emill Pálsson, var valinn úr myndarlegum hópi íþróttamanna við kjör á íþróttamanni ársins árið 2010. Skyldi engan undra, Emil var í fremstu röð knattspyrnumanna á sínum aldri á árinu, fyrirliði meistaraflokks BÍ88 og byrjunarmaður í liðinu. Hann lék 19 leiki síðasta sumar og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann var og var fastamaður í U-19 ára landsliðinu sem er beint framhald af vinnu hans með yngri landsliðum KSÍ. Emil var valinn í lið ársins hjá knattspyrnuvefnum fotbolti.net og var hársbreidd frá því að verða valinn efnilegasti leikmaður landsins á sama vef.

Stjórn BÍ88 óskar Emil innilega til hamingju með árangurinn og vonar að honum gangi eins vel í framtíðinni sem hingað til.  Deila