Fréttir

Fjögur frá BÍ/Bolungarvík á hæfileikamótun KSÍ og N1

Knattspyrna | 07.10.2015

Hæfileikamót KSÍ og N1 fyrir leikmenn í 4.flokki karla fór fram í Kórnum í Kópavogi um nýliðna helgi. Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar sá um mótið og voru 92 einstaklingar boðaðir.  BÍ/Bolungarvík átti hvorki fleiri né færri en 3 stráka, þá Þórð Hafþórsson, Þráinn Arnaldsson og Guðmund Svavarsson.  Líkt og áður hefur komið fram á heimasíðunni fór Lára Ósk Albertsdóttir í september fyrir stelpur á sama aldri.

Í sumar ferðaðist Halldór Björnsson um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og vann með krökkum á öllu landinu á æfingum.  Halldór kom tvisvar á Ísafjörð í sumar og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Halldór var mjög ánægður með alla krakkana sem mættu og voru fleiri nálægt því að komast inn á þetta mót.  Við óskum krökkunum okkar til hamingju með flottan árangur.

Deila