Fréttir

Fjórir frá BÍ/Bolungarvík á U-17 æfingu

Knattspyrna | 30.01.2014 Fjórir leikmenn 3.flokks karla BÍ/Bolungarvík sækja æfingar hjá U-17 landsliðinu um komandi helgi. Þetta eru Daði Freyr Arnarsson markmaður, Friðrik Þórir Hjaltason, Viktor Júlíusson og Hjalti Hermann Gíslason. Daði Freyr, Friðrik og Viktor hafa sótt þessar æfingar frá nóvember, og nú bætist Hjalti við. Viktor spilaði 4 leiki fyrir meistaraflokk á síðasta tímabili, þeir Daði Freyr og Hjalti spiluðu sína fyrstu meistaraflokksleiki um sl. helgi. Æfingarnar fara fram 1.-2.febrúar í Kórnum og Egilshöll. Deila