Fréttir

Fljótasta þrennan skoruð hér fyrir vestan?

Knattspyrna | 30.07.2010

Þrennan sem Andri Rúnar skoraði á móti Hvöt kom á aðeins sjö mínútum(60., 63. og 67. mínútu.). Andri skoraði fyrsta mark sitt með vinstri fæti en hin seinni með hægri fæt. Bibol.is hefur aflað sér upplýsingar um þrennur(e. hat-tricks) á wikipedia.org og þar er talað um að fullkominn þrenna sé skoruð með vinstri fæti, hægri fæti og með skalla.

Þetta er þó ekki hraðasta þrenna sem sést hefur hérna fyrir vestan. UMFB tók á móti BÍ í klassískum nágrannaslag í 3. deildinni á Skeiðisvelli árið 2004. BÍ hafði misst af sæti í úrslitakeppninni og UMFB hafði gengið upp og ofan í deildinni. Óttar Kristinn Bjarnason núverandi leikmaður BÍ/Bolungarvíkur kom UMFB yfir eftir 17. mínútur, þá hafði hann "fíflað" nær alla varnarmenn BÍ upp úr skónum áður en hann setti boltann framhjá Pétri Má Sigurðssyni í marki BÍ. Staðan var 1-0 fyrir heimamenn í Bolungarvík í hálfleik. BÍ gekk illa í sóknarleiknum og þurfti eitthvað sérstakt til að jafna leikinn. Undirritaður tók sig þá til á 65. mínútu og galdraði fram úr erminni stórglæsilegt mark sem Ingólfur Ívar Hallgrímsson átti ekki möguleikla á að verja, staðan 1-1 og 25. mínútur eftir. Á 80. mínútu var komið að þætti Hálfdáns Daðasonar, bolvíkings með meiru, sem lék þá með BÍ. Hann setti þrennu á 4. mínútum(80., 83. og 84. mínútu) og kom BÍ í 1-4 á skömmum tíma. Símon Elí Guðnason minnkaði síðan muninn fyrir UMFB í lokin, þá nýkominn inn á sem varamaður, og fóru leikar þá 2-4 fyrir BÍ. Eftir stóð þrennan hans Hálfdáns sem skoruð var á einungis 4. mínútum. Ef menn hafa einhverjar eldri upplýsingar um mörk sem skoruð hafa verið hérna fyrir vestan þá má endilega koma með umræðu í kommentakerfið hér fyrir neðan.

Nokkrar skemmtilegar staðreyndir af wikipedia.org:
- Jimmy O'Connor sem spilaði með Shelbourne á Írlandi á skráða fljótustu þrennu heimsins en hún kom á aðeins 2. mínútum og 13 sekúndum.

- Eins og flestir Liverpool og Arsenal aðdáendur vita þá á Robbie Fowler fljótustu þrennu í Ensku Úrvalsdeildinni, hún kom á 4. mínutum og 33 sekúndum árið 1994.

- Geoff Hurst er eini maðurinn til að skora þrennu í úrslitaleik á HM, gerðist að sjálfsögðu árið 1966

- Dennis Bergkamp skoraði þrennu á móti Leicester í september árið 1997. Öll þrennan var í þrem efstu sætunum í fallegustu mörkum mánaðarins.

Deila