Fréttir

Fótbolti og drulla 2011

Knattspyrna | 11.07.2011 Helgina 23.-24. júlí verður hið árlega Vestfjarðamót, ef svo mætti kalla, haldið í Bolungavík og á Ísafirði. Hefðbundinn fótbolti verður leikinn á laugardeginum í Bolungarvík, þar munu 4.-8. flokkar leiða saman hesta sína. Sunnudaginn 24. verður þetta aðeins öðruvísi, þá verður alheimsmót Landsbankans í drullubolta haldið í Tungudal við Skutulsfjörð. Þar mega leikmenn 4.-7. flokks etja kappi. Reynt verður að raða leikjum þannig upp að hver flokkur dembi sér í drulluna og ljúki sér af sem fyrst svo að enginn verði alvarlega kaldur. Þátttökugjald fyrir bæði mót er kr. 3000 en kr. 6000 með gistingu. Deila