Fréttir

Frábærar fréttir

Knattspyrna | 14.12.2016

Þrír iðkendur Vestra knattspyrnu voru valinn á úrtaksæfingar í u-16 núna í desember. Fyrir viku fóru þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Þráinn Arnaldsson á æfingar í u-16 ára landsliðsúrtaki drengja og um liðna helgi fór Hafdís Bára Höskuldsdóttir í u-16 ára landsliðsúrtak stúlkna. Öll höfðu þau farið í stærri úrtaksverkefni í haust og voru valinn áfram af þeim. Að komast svona langt í valinu er frábært árangur þar sem gríðarlega margir iðkendur eru í knattspyrnumenginu. Öll eru þau að uppskera vel enda leggja þau gríðarlega mikið á sig og sinna íþrótta sinni af miklum heilindum og dugnaði og eru þau góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Deila