Fréttir

Ganga úr stjórn eftir 15 ára störf fyrir félagið

Knattspyrna | 13.03.2023

Aníta Ólafsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson gengur úr stjórn barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar á aðalfundi deildarinnar í síðustu viku eftir um 15 ára starf. 

Aníta og Kristján hafa unnið ötullt starf í mörg ár fyrir félagið og hafa verið félaginu algjörlega ómisandi síðustu ár. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa notið krafta þeirra og það svona lengi. Það er ekki sjálfgefið að fá svona öfluga sjálfboðaliða og hvað þá að þeir sitji svona lengi í stjórn. 

Er þeim Anítu og Kristjáni þakkað innilega fyrir þeirra störf fyrir knattspyrnuhreyfinguna síðustu ár.

Formaður stjórnar lætur einnig sem af störfum sem formaður, en Jón Hálfdán Pétursson tók við sæti formanns af Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg. Kristján Þór er langt í frá hættur að starfa fyrir knattspyrnuna á svæðinu, en hann hefur tekið sæti formanns meistaraflokksráðs kvenna sem er í pípunum hér á svæðinu. 

Stjórnir knattspyrnudeilda eru full skipaðar góðum sjálfboðaliðum, en fyrir það ber að þakka. Félögin ganga ekki án sjálfboðaliða. 

 

 

 

Deila