Fréttir

Gert klárt fyrir æfingar dagsins

Knattspyrna | 01.02.2024
1 af 3

Til að geta haldið úti æfingum á nýja gervigrasvellinum á Ísafirði þarf að moka völlinn reglulega.

Eins og allir vita hefur veðrið oft á tíðum ekki verið að leika neitt sérstaklega vel við okkur hér fyrir vestan síðustu misserin.

Við látum það ekki á okkur fá og höfum náð að halda úti æfingum á vellinum í vetur með örfáum undantekningum. Iðkendur og þjálfarar Vestra hafa því lagt ýmislegt á sig til að geta æft úti og eiga sannarlega hrós skilið.  Lykilmaður í að halda vellinum opnum og þar með æfingahæfum er hann Jói vinur okkar, starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Við erum heppin að hafa Jóa og erum sannarlega þakklát fyrir hans framlag.

 

ÁFRAM VESTRI!

Deila