Fréttir

Guðjón stýrimaður á Sigurfara

Knattspyrna | 14.10.2010 Í gær birti Skessuhorn, héraðsblað Vesturlands, skopmynd af Guðjóni Þórðarsyni og meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur. Þar er Guðjón stýrimaður á áttæringnum Sigurfara og öskrar ísbað á áhöfnina sem rembist við að róa í miklum ólgusjó.


Myndin segir jú það sem allir vissu. Að veturinn verður okkur mjög mikilvægur því við þurfum að æfa betur heldur en hin liðin í deildinni til að vera tilbúnir fyrir átökin í sumar. Það er því varla til hæfari maður en Guðjón í þessari þjálfarastétt til að undirbúa liðið vel, líkamlega sem og andlega.

Það er hinsvegar spurning hvort Skessuhorn hafi ætlað að reyna vekja sömu viðbrögð hjá vestfirðingum og Jyllandsposten gerði hjá múslimum þegar þeir birtu skopmynd af Múhameð spámanni eða þá að það hafi hreinlega bara ekkert verið í fréttum á Vesturlandi.

Deila