Knattspyrna | 15.05.2012
Ísfirðingurinn Guðmundur Atli Steinþórsson (sonur hans Dúa) er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík frá Ýmir (B-lið HK). Guðmundur hefur verið að raða inn mörkum í 3.deildinni undanfarin tvö ár. Hann hefur góða reynslu að baki í 1.deildinni með HK og Fjarðabyggð ásamt því að hafa verið á mála hjá Grindavík og KR í efstu deild. Á sínum yngri árum lék Guðmundur til skiptis með bæði BÍ og HK.
Gummi mun án efa styrkja framlínu liðsins en hann getur bæði leikið í sókn og á miðju.
Deila