Fréttir

Guðmundur og Ívar í U-16 úrtak

Knattspyrna | 02.02.2017

 Guðmundur Arnar Svavarsson og Ívar Breki Helgason voru valdir úr röðum Vestra til að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U-16 landslið Íslands í knattspyrnu. Fóru þeir til borgarinnar um síðustu helgi og tóku þátt í æfingum udnir stjórn nýráðins þjálfara U-16, Dean Martin en auk hans voru Þorlákur Árnason og Þorvaldur Örlygsson að þjálfa strákana. Alls tóku 30 drengir þátt í þetta skiptið. Æfingar fóru fram í Kórnum á föstudag, Fífunni á laugardag og Egilshöll á sunnudagsmorguninn. Farið var í gegnum tækniæfingar á föstudegi og sunnudegi en á laugardegi var skipt í lið og spilað á heilan völl.

 Drengirnir stóðu sig með prýði þóþeir þyrftu að spila í öðrum stöðum en þeir eru vanir. Þeir eru sannarlega reynslunni ríkari og gott fyrir þá að sjá hvar þeir standa miðað við önnur félög á landinu.

Þessar úrtaksæfingar voru fyrir drengi á suður- og vesturlandi en á næstunni verða samskonar æfingar haldnar fyrir drengi á norður- og austurlandi.

 

Deila