Fréttir

Gunnar Hauksson kemur frá Gróttu

Knattspyrna | 10.07.2019
1 af 2

Gunnar Jónas Hauksson hefur gengið til liðs við Vestra frá Gróttu á láni út tímabilið, en þar hafði hann spilað með þeim í Inkasso deildinni.

Gunnar sem er tvítugur getur spilað bæði í vörn og á miðju.

Einhverjir ættu að kannast við nafnið, en Gunnar er sonur þeirra Hauks Davíðs Jónasarson og Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, það er því um heimadreng að ræða.

Við bjóðum Gunnar velkominn til Vestra og hlökkum til margra sigra saman!

Áfram Vestri! 

Deila