Fréttir

Hæfileikamótun KSÍ á Akranesi

Knattspyrna | 14.06.2017
Guðmundur Arnar er fyrir miðri mynd.
Guðmundur Arnar er fyrir miðri mynd.

Hæfileikamótun KSÍ fyrir leikmenn sem teljast til U-17 úrtakshóps stendur nú yfir á Akranesi. Vestramaðurinn Guðmundur Arnar Svavarsson er þar fulltrúi félags okkar og er nú hálfnaður með búðirnar. Þær eru óvenju langar núna, standa frá mánudegi til föstudags. 27 strákar eru að æfa saman frá flestum félögum landsins og okkar maður er að standa sig með prýði.

Þetta sýnir að allir þeir sem leggja mikið á sig og sýna áhuga og vilja, geta verið í þessum sömu sporum innan tíðar.

Þjálfarar eru þeir Dean Martin, Þorlákur Árnason og Þorvaldur Örlygsson, allt valinkunnir kappar.

Deila