Fréttir

Hafþór Atli tilnefndur til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar

Knattspyrna | 11.01.2012
Boltafélag Ísafjarðar hefur tilnefnt Hafþór Atla Agnarsson leikmann meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur, til kjörs á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. Hafþór Atli spilaði 15 leiki með liði BÍ/Bolungarvík í 1.deildinni í sumar og einnig 5 leiki í Valitor-bikarnum, þar sem liðið spilaði til undanúrslita gegn KR.
Hafþór Atli er vel að þessari tilnefningu komin og óskar félagið honum til hamingju. 
Deila