Fréttir

Heimsókn FH-inga frestað

Knattspyrna | 25.03.2010 Heimsókn FH-inga til okkar hefur verið frestað þar sem leikmennirnir sem ætluðu að koma með með, þeir Matthías Vilhjálmsson og Atli Guðnason munu skila sér tilbaka úr landsliðsferð til Mexíkó á morgun og voru ekki nægilega vel upplagðir til að leggja í aðra ferð með svo stuttum fyrirvara.Við höfum fullan skilning á því, ferðalagið er langt og strákarnir stóðu sig með prýði auk þess sem þeir eru að heimsækja okkur af eigin sjálfsdáðum. Í staðinn er áætlað að þeir heimsæki okkur helgina eftir páska, þ.e. 9.-10. apríl. Við skulum þá taka þeim fagnandi og skulum við öll taka þá daga frá til fylgjast með starfinu í heimsókninn. Svo ætlum við auðvitað öll að mæta á fundinn með þeim félögum sem yrði þá föstudagskvöldið 9. apríl ef áætlanir standast. Deila