Fréttir

Heimsókn KSÍ

Knattspyrna | 26.08.2022
1 af 4

Í vikunni fengum við góða heimsókn frá KSÍ þar sem þeir Jörundur Áki og Lúðvík Gunnarsson komu Vestur og tóku æfingu með þjálfurum og iðkendum í 3. og 4.flokki kvenna og karla. 

Lúðvík sér um hæfileikamótun KSÍ og Jörundur Áki er þjálfari U17 landsliðs karla og einnig gegnir hann stöðu yfirmanns knattspyrnusmála. Báðir hafa þeir mikla og breiða reynslu af knattspyrnuþjálfun. 

Það var frábær mæting á æfinguna, sem var bæði skemmtileg og krefjandi. 

Eftir æfinguna var fundað með forsvarsmönnum yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra og farið yfir stöðuna. Það kom líklega ekki mikið á óvart, en þeir höfðu orð á því hvað aðstöðumálin væru í slæmu standi á svæðinu. 

Við erum samt sem áður bjartsýn, við höldum í vonina um að betri og bættari aðstæður séu handan við hornið. 

Knattspyrnudeildin þakkar þeim félögum kærlega fyrir góða heimsókn og hlakkar til að taka aftur á móti þeim að ári. 

Deila