Fréttir

Heimsókn miðvikudaginn 6.júlí - fyrir alla

Knattspyrna | 05.07.2022

Á morgun, miðvikudaginn 6.júlí fáum við frábæra heimsókn til okkar á sparkvöllinn við Grunnskólann á Ísafirði. Tilefni heimsóknarinnar er að þennan dag hefst EM í knattspyrnu og okkar frábæra íslenska kvennalandslið í er að taka þátt í mótinu ⚽️

Saga kvennaknattspyrnunnar á Íslandi byrjar hér á Ísafirði, en árið 1914 var stofnað fyrsta fótboltafélag kvenna, knattspyrnufélagið Hvöt. Þar sem að saga kvennaknattspyrnunnar hófst hér á Ísafirði, ákvað Icelandair að gera eitthvað skemmtilegt hér á væðinu. Úr varð að gervigrasvöllurinn við Grunnskólann á Ísafirði fær flotta upplyftingu.

Það verður því allskonar húllumhæ klukkan 15:00 á miðvikudaginn. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta, klædd Vestra fatnaði og taka með sér foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur og frændur. 

Allir bæjarbúar eru velkomnir á þennan viðburð. 

Áfram Vestri og Áfram Ísland !

Deila