Knattspyrna | 10.01.2012
Bakvörðurinn Helgi Valur Pálsson mun leika með BÍ/Bolungarvík á næstu leiktíð en hann kemur til liðsins á láni frá FH. Helgi Valur verður 19 ára á þessu ári og spilaði með 2.flokki FH í fyrra. Hann á að baki þrjá leiki með meistaraflokki FH en þeir komu allir sumarið 2010. Helgi hefur einnig leikið tvo leiki með U-19 ára liði Íslands.