Fréttir

Hvatning og fjölgun

Knattspyrna | 05.02.2021

Starfið hjá yngri flokkum knd. Vestra fer mjög vel af stað á nýju ári. Sérlega skemmtilegt er að sjá aukningu í fjölda iðkenda. Mikil aukning hefur m.a átt sér stað í 8.flokki og hefur sprengt húsnæði á Austurvegi af sér. Stór hópur iðkenda er einnig í 7.-5.flokki karla og kvenna, og hefur verið fjölgun í þessum flokkum. Samkvæmt tölfæði Sportabler eru 93 stelpur að æfa knattspyrnu hjá Vestra og um 130 strákar. 

Áfram höldum við að vera dugleg að æfa vel í heimsfaraldi Covid-19 og leggjum þessa veiru af velli með góðri þrennu.

Meðfylgjandi er hvatningarmyndband sem knd. Vestra fékk sent frá Birki Má Sævarssyni landsliðsmann

 

Deila