Fréttir

Hvöt - BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 26.05.2010

BÍ/Bolungarvík taka á móti Hvöt frá Blönduósi á útivelli næstkomandi laugardag. Við erum í efsta sæti eftir tvo leiki en Hvöt er með einn sigur og eitt tap. Þeim var spáð mjög góðu gengi í sumar rétt eins og BÍ/Bol. og er því von á mjög jöfnum leik. Þessi lið mættust í Lengjubikarnum í vor og höfðum við 4-2 sigur í þeim leik þar sem bæði mörk Hvatar komu úr vítaspyrnum. Þeir hafa hinsvegar styrkt lið sitt frá þeim leik en það höfum við líka gert.

Mörk og öll helstu atvik verða uppfærð um leið og þau gerast á Facebook síðu BÍ/Bolungarvíkur. Áhugasömum er bent á að gerast meðlimir í þeim hópi.

BÍ/Bol á Facebook

Deila