Fréttir

Inniæfingar að hefjast

Knattspyrna | 04.10.2010 Nú er veðrið að versna smám saman eftir ótrúlega góðan september. Við ætlum hins vegar ekki að láta deigan síga, heldur halda okkur úti við eins lengi og hægt er og veður leyfir með góðu móti. Það verður síðan í höndum hvers þjálfara fyrir sig hvenær inniæfingar flokkanna hefjast og munu þeir láta sitt fólk vita af breytingum sem verða. Fólk má samt eiga von á útiæfingum eins lengi og hægt er, í bland við inniæfingarnar í vetur, enda fær hver flokkur einungis tvær inniæfingar í viku fyrir utan 4. flokk drengja sem fær þrjár æfingar, vegna gífurlegs fjölda á æfingum.
Æfingatöfluna er að finna hér vinstra megin undir liðnum „Æfingatafla".  Deila