Fréttir

Íslandsmótið að hefjast í öllum flokkum

Knattspyrna | 14.05.2024

Vestri sendir fjölmörg lið í Íslandsmótið 2024.

Fyrir utan meistaraflokka karla og kvenna sem hafið hafa leik fyrir allnokkru hafa nú þegar 3. flokkur drengja og stúlkna hafið leik.  Á lau nk hefja svo 5. flokkur drengja leik og svo síðar í mánuðinum 5. flokkur stúlkna og 4. flokkur drengja og stúlkna.

Nú fara línur að skýrast í orðsins fyllstu merkinu á gervigrasvellinum á Torfnesi og er ekki ofsögum sagt að mikil tilhlökkun sé hjá öllum leikmönnum Vestra að spila á nýja gervigrasvellinum.  Við viljum hvetja foreldra, ættingja og vini að vera dugleg að koma á völlinn í sumar og sjá börnin og ungmennin spila.

Við hvetjum alla áhorfendur að sýna ávallt háttsemi og virðingu á öllum leikjum Vestra.

Yngri flokkar Vestra hafa verið dugleg að æfa í vetur og eiga leikmenn, foreldrar, þjálfarar, og stjórnarfólk heiður skilið fyrir dugnað og sannarlegan vilja í verki.

Hér er hlekkur inn á alla leiki Vestra í sumar í Íslandsmótinu.

Sumarið er tíminn eins og segir einhversstaðar og saman sköpum við góðar og eftirminnilegar minningar.

ÁFRAM VESTRI

 

Deila