Fréttir

Jafntefli á Torfnesvelli

Knattspyrna | 14.05.2012 Bí/Bolungarvík gerði 0-0 jafntefli við Víking R. á Torfnesvelli á laugardaginn síðasta. Þrátt fyrir markaleysi þá vantaði ekki marktækifærin og hefðu bæði lið geta landað sigri, en heilt á litið geta bæði lið verið sátt með jafntefli.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Doddi(M) - Hafsteinn, Sigurgeir, Dennis, Helgi - Sigþór, Haukur, Hafsteinn - Pétur(F)Andri og Goran 
formation

Á varamannabekknum voru Bjarki(M), Florian, Daniel Badu, Nikulás, Gunnlaugur, Haraldur og Birkir.
Sölvi og Gunnar Már eru meiddir og munar um minna.

Víkingur Byrjaði leikinn af krafti en BÍ/Bolungarvík vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og voru sterkari aðilinn þegar flautað var til hálfleiks. Gunnlaugur Jónasson kom inná fyrir Helga Val Pálsson sem fór meiddur af vellli á 20 mínútu. Gunnlaugur stóð sig með stakri prýði í leiknum. Goran Vujic fékk okkar besta færi þegar hann slapp einn í gegnum vörn Víkinga en lét verja frá sér. Andri Rúnar fékk einnig þröngt færi eftir frábæra stungusendingu frá Alexander. Staðan 0-0 í hálfleik.

Víkingur byrjaði einnig seinni hálfleikinn vel og lágu talsvert á heimamönnum til að byrja með en það breyttist um miðbik hálfleiksins þegar við tókum öll völd á vellinum. Daniel kom þá inn á fyrir Sigþór sem hafði staðið sig vel og Nikulás leysti Pétur af á kantinum. Andri komst í ákjósanlega stöðu þegar hann skaut á mark úr þröngu færi en hefði mögulega getað gefið hann út í teiginn. Þegar um 10.mínútur voru eftir kom markamaskínan Helgi Sigurðsson inn á hjá Víkingi. Þeir settu töluverða pressu á okkur í lokin og hefðu getað sett eitt mark. Þeir áttu meðal annars skot í slá. Andri Rúnar náði hinsvegar að sleppa í gegn í uppbótartíma. Boltinn var skoppandi og markvörður Víkinga kemur út á móti honum. Hann vippar með vinstri en því miður fór það framhjá markinu. Eftir það flautaði Gunnar Jarl, dómari leiksins, til leiksloka.

Bæði lið geta sæst á jafntefli þó svo að þetta hefði hæglega getað dottið báðu megin. Ágætis byrjun á tímabilinu. Næsti leikur liðsins verður á fimmtudaginn kl 14:00 út í Bolungarvík, en þá mætir BÍ/Bolungarvík ÍH í Bikarkeppni KSÍ. Deila