James Pucci bjargaði stigi fyrir Vestra í viðureign við Ægi í Þorlákshöfn. Ægir komst yfir á 28. mínútu með marki frá Guðmundi Garðari Sigfússyni og þannig stóðu leikar allt þar til á 85. mínútu þegar Pucci jafnaði metin og 1 : 1 var niðurstaða leiksins. Var þetta fyrsta stig Ægis á tímabilinu.
Að loknum fimm umferðum í 2. deildinni er Vestri í 7. sæti með sjö stig.
Næsti leikur liðsins er á Torfnesi á miðvikudagskvöld þegar Vestri og Fram mætast í bikarnum.
Deila