Á helginni skrifaði James Mack, sem er þrítugur bandaríkjamaður, undir samning við knattspyrnudeild Vestra.
James, sem er miðjumaður, hefur spilað undanfarinn tvö ár í Inkasso deildinni með Selfossi og skorað í þeim leikjum 18 mörk. En hann var til að mynda markahæstur Selfyssinga í fyrra, með 12 mörk og einnig 6 stoðsendingar.
James er annar leikmaðurinn sem kemur frá Selfossi fyrir þetta tímabil, en Andy Pew kom einnig frá þeim fyrr í vetur.
Við hlökkum til að sjá James þjóta um á Olísvellinum í sumar og gerum miklar væntingar til hans.
Áfram Vestri!
Deila