Fréttir

Jólafríið að skella á!

Knattspyrna | 03.12.2009 Þá er komið að fríinu sem er nú tekið í desember ár hvert í stað september. Ástæðan er sú að mikið rót kemst á starfið í desember vegna hátíðanna og því er alveg eins gott að fólk þurfi þá ekki að skipuleggja fótboltann með öllu öðru sem um er að vera í jólamánuðinum.
Vonandi eru sem flestir fylgjandi þessum frítíma en það er vitað að íþróttamenn verða að fá sína hvíld hvort sem þá langar til eða ekki. Nú geta menn bara dúllað sér í smákökunum og öðru jólavafstri.
Æfingar hefjast aftur þegar skóli hefst. Deila