Fréttir

Jón Hálfdán nýr þjálfari BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 21.10.2014

Jón Hálfdán Pétursson hefur verið ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni en hann hefur áður þjálfað yngri flokka félagsins í mörg ár.

Jón Hálfdán skrifaði undir þriggja ára samning við BÍ/Bolungarvík í kvöld.

Hann tekur við af Jörundi Áka Sveinssyni sem hefur stýrt BÍ/Bolungarvík undanfarin þrjú tímabil.

Nigel Quashie verður Jóni til aðstoðar en hann hefur spilað með BÍ/Bolungarvík undanfarin tvö ár.

Quashie spilaði á sínum tíma rúmlega 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni en ekki er ljóst hvort hann muni halda áfram að spila með Vestfirðingum næsta sumar eða hvort hann einbeiti sér að þjálfuninni.

Deila