Fréttir

Jónas Leifur ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Knattspyrna | 13.01.2012

Jónas Leifur Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, og tók hann við því starfi um mánaðarmótin október/nóvember.

Nú á dögunum skrifaði Jónas undir samning þess efnis.  Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni munu BÍ og UMFB senda sameiginlegt lið til keppni í meistaraflokki kvenna. 3.flokkur kvenna BÍ/Bolungarvík náði góðum árangri sl. sumar og spilaði í undanúrslitum á Íslandsmótinu. Þær stelpur eru nú gengnar upp úr flokknum og munu verða kjarnin í liðinu í bland við eldri stelpur.

Deila