Fréttir

Jónmundur Grétarsson skrifar undir samning

Knattspyrna | 11.02.2011 Framherjinn Jónmundur Grétarsson skrifaði nú í dag undir eins árs samning við félagið. Jónmundur er 25 ára gamall og kom á láni til BÍ/Bolungarvíkur síðasta sumar frá Haukum. Hann lék fjóra leiki með Haukum í Pepsi deildinni í fyrra áður en hann kom vestur. Þar áður lék hann með Stjörnunni en hann hefur síðastliðinn tvö ár verið í Haukum. Jónmundur skoraði 10 mörk í 10 leikjum fyrir BÍ/Bolungarvík síðasta sumar.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að fá Jónmund til liðs við félagið. Hann sýndi það síðasta sumar að þarna fer góður leikmaður á ferð, 10 mörk í 10 leikjum segir allt sem segja þarf. Deila