Fréttir

Jorge Santos í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 02.11.2011 BÍ/Bolungarvík hefur samið við portúgalska miðjumanninn Jorge Santos. Jorge er 19 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og kemur frá portúgalska liðinu Ginasio Club Corroios.

,,Jorge er góð viðbót við okkar leikmannahóp, hann er fljótur og teknískur leikmaður sem við bindum miklar vonir við í framtíðinni," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur.

,,Ekki skemmir fyrir að hann kom til okkar fyrir algera tilviljun, en hann kom til Íslands til að mennta sig og stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði."

Santos er fyrsti leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík fær í sínar raðir í haust en Jörundur Áki Sveinsson tók við þjálfun liðsins í síðustu viku.
Deila