Fréttir

Jötunstál ehf. nýr styrktaraðili BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 26.09.2014

Vélsmiðjan Jötunstál ehf. á Akranesi bættist í sumar í hóp styrktaraðila félagsins. Jötunstál ehf. er ungt fyrirtæki sem hóf rekstur árið 2012 og er til húsa við Hafnarbraut 16, Akranesi. Að henni standa tveir ungir menn, Birgir Fannar Snæland húsasmiður frá Ísafirði og Sturlaugur Agnar Gunnarsson vélvirki frá Akranesi. 

Stjórn BÍ/Bolungarvík lýsir yfir gríðarlegri ánægju með styrktarsamningin og vonar að samstarfið verði gæfuríkt fyrir báða aðila.

Jötunstál ehf. á facebook

Deila