Fréttir

Knattspyrnudeild Vestra leitar eftir kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka

Knattspyrna | 18.08.2023

Knattspyrnudeild Vestra leitar eftir kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka. Spennandi verkefni fyrir áhugasaman einstakling.

Yfirþjálfari ber ábyrgð á faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildarinnar í samráði við barna- og unglingaráð.

Leitað er að kraftmiklum leiðtoga í 80-100% starf sem hefur brennandi áhuga á verkefninu og að vinna með Vestra í uppbyggingu á starfinu okkar. Framundan er mikil uppbygging á svæðinu sem mun hafa mikil áhrif á allt starf knattspyrnudeildarinnar til hins betra. Framundan eru því blómlegir tímar og upplyfting. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur og forráðamenn
  • Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt þjálfaramálum
  • Skipulagning og gerð æfingatöflu sem og umsjón með Sportabler
  • Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegum rekstri
  • Samvinna við meistaraflokk / flokka deildarinnar
  • Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð í samvinnu við barna – og unglingaráð
  • Yfirþjálfari mun jafnframt sinna hlutverki aðalþjálfara í a.m.k tveimur flokkum deildarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • UEFA A þjálfaragráða
  • Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
  • Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
  • Framtíðarsýn og ósérhlífni
  • Hreint sakavottorð er skilyrði

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2023

Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Jón Hálfdán Pétursson, formann barna og unglingaráðs á nonnipje@simnet.is  Nánari upplýsingar veitir Jón Hálfdán í síma: 8624443

Deila