Til að halda úti góðu og öflugu íþróttastarfi er mikilvægt að vera með gott fólk með sér, öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að aðstoða við hin ýmsu verkefni sem til falla.
Knattspyrnudeild hefur nú ákveðið að stofna svo kallað knattspyrnuráð, en knattspyrnuráð er hópur sjálboðaliða úr öllum áttum sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg. Verkefnin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Sem dæmi má nefna er gæsla við heimaleiki, aðstoð við að setja upp auglýsingaskilti að vori og taka þau niður að hausti, bakstur í sjoppu, tiltekt, viðhald, uppbygging og margt fleira. Verkefnin eru fjölmörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. .
Við hvetjum alla áhugasama að taka þátt í þessu með okkur, það er ekki skylda að mæta í hvert einasta verkefni, en mikilvægt að aðstoða þegar mögulegt er.
Þeir sjálfboðaliðar sem koma til starfa í knattspyrnuráði fá að launum ársmiða á heimaleiki knattspyrnudeildar Vestra og miða á lokahóf félagsins.
Áhugasömum er bent á að óska eftir aðgang í þennan hóp hér https://www.facebook.com/groups/597523871975385/ en þar munu allar upplýsingar koma fram varðandi þau verkefni sem þarf að sinna hverju sinni.
Gerum þetta saman, áfram Vestri !
Deila