Nú á dögunum skrifuðu knattspyrnudeild Vestra og Nettó undir samstarfssamning til næstu tveggja ára, eða tímabilin 2018 og 2019.
Að hafa öfluga bakhjarla er forsenda þess að hérna sé hægt að halda úti meistaraflokki í Knattspyrnu og því þakkar Knattspyrnudeild Nettó kærlega fyrir stuðninginn og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að leggja leið sína í Nettó og versla við þá góðu verslun.
Á myndinni handsala Samúel Samúelsson formaður meistaraflokksráðs og Hallur Geir Heiðarsson, rekstrarstjóri Nettó samninginn, en með þeim á myndinni eru Ragnar H. Sigtryggsson gjaldkeri meistaraflokksráðs og Ingólfur Ívar Hallgrímssom, verslunarstjóri Nettó á Ísafirði.
Áfram Vestri!
Deila