Fréttir

Knattspyrnudeild þakkar Gumma góð störf

Knattspyrna | 29.04.2019
Gummi heiðraður í hálfleik
Gummi heiðraður í hálfleik

Eins og einhverjir vita, að þá er Guðmundur Kort að flytjast búferlum og mun setjast að á skaganum á næstu vikum.

Gummi er sá sem hefur staðið á bakvið Jakinn TV og vildum við í knattspyrnudeild þakka Gumma fyrir hans frábæra framlag til knattspyrnunar á Ísafirði.

Síðasti heimaleikur, sem vannst gegn Úlfunum, var síðasti leikurinn sem Gummi sendir út fyrir okkur (í bili) og veittu því Sammi og Raggi honum smá virðingarvott frá deildinni.

Takk fyrir allt Gummi!

Deila