Fréttir

Knattspyrnuhús á Torfnesi - heimasíða

Knattspyrna | 28.06.2022

Nú er komin í loftið heimasíðan Fótboltahús - Vestri.is sem vert er að skoða. 

Á síðunni má finna nokkur orð um knattspyrnuhús á Torfnesi, en einnig má þar sjá reikningsupplýsingar. Tilgangur síðunnar er að halda á lofti og minna á þá miklu þörf fyrir bættar aðstæður til íþróttaiðkunar á svæðinu. Leitað er allra leiða til að fá aðstoð við að fjármagna verkefnið og því var ákveðið að stofna reikning í nafni aðalstjórnar Vestra, setja síðuna í loftið og leita til fyrirtækja, einstaklinga, sveitarfélaga o.s.frv. til að styðja bakið á okkur í þessu verðuga verkefni. 

Eins og sagt er í textanum á heimasíðunni: 

"Lengi hefur verið rætt um byggingu knattspyrnuhúss á Torfnesi og hin seinni ár gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss í fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins en því miður hefur ekkert orðið úr framkvæmdum af ýmsum ástæðum. Oft var þörf en nú er nauðsyn og þetta verkefni má ekki bíða lengur. Við ætlum að leita allra leiða til að byggja upp aðstöðu eins og þær gerast bestar á landinu og við getum verið stolt af. Til þess þurfum við fleiri í lið með okkur og óskum því eftir aðstoð frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum, sveitarfélögum og öllum þeim sem vilja taka þátt í þessu stóra verkefni með okkur, ekki bara til hagsbóta fyrir íþróttafólkið okkar heldur samfélagið allt."

Deila