Miðvikudaginn 10.maí býður knattspyrnudeildin öllum áhugasömum í Vallarhúsið á Torfnesi þar sem við kynnum til leiks leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil sem og þjálfaratríóið.
Fyrsti heimaleikur liðsins er n.k. laugardag á Olísvellinum þar sem að okkar menn taka á móti ÍA.
Léttar veitingar verða í boði Fasteignasölu Vestfjarða.
Eigum saman skemmtilega kvöldstund, ræðum málin, förum yfir tímabilið og kynnumst liðinu okkar betur. Kynningin hefst klukkan 20:00
Öll velkomin
Kynning á liði Vestramanna fyrir komandi tímabil | Facebook
Knattspyrnudeild Vestra er með stuðningsmannasíðu á facebook sem allir eru velkomnir að fylgjast með á
Stuðningsmannasíða Vestra í knattspyrnu | Facebook
Deila