Fréttir

Landsliðmenn BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 08.10.2014 Helgina 3.-5.október sl tóku Daði Freyr Arnarsson og Viktor Júlíusson leikmenn BÍ/Bolungarvík þátt í æfingum U-17 landsliðsins. Æfingarnar fóru fram í Fagralundi og voru síðustu æfingar liðsins fyrir undankeppni EM í Moldóvu. Viktor Júlíusson var að lokum valinn í 18 manna lokahóp fyrir leikina í Moldóvu dagana 15.-20.október nk. Daði Freyr stóð í marki U-17 á Norðurlandamótinu í Danmörku dagana 28.júlí-2.ágúst sl. Deila