Fréttir

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur á landsliðsæfingum

Knattspyrna | 17.10.2012 Um helgina fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og Egilshöllinni.


Friðrik Hjaltason og Viktor Júlíusson frá BÍ/Bolungarvík hafa verið valdir til að mæta á æfingar hjá U16 ára liðinu. Þeir eru báðir fæddir árið 1998. Daníel Agnar Ásgeirsson, árinu eldri, hefur verið valinn í U17 ára hópinn.


BÍ/Bolungarvík óskar drengjunum til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis á æfingunum.

Hóparnir fyrir æfingarnar 

Deila