Fréttir

Leikur í dag

Knattspyrna | 11.09.2010 BÍ/Bolungarvík fer í heimsókn til Sandgerðar í dag og mætir þar heimamönnum í Reyni. Þeir komu vestur um miðjan júlí þar sem við höfðum betur í þeim leik, 2-1. Reynismenn eru um miðja deild og hafa verið að spila ágætlega á köflum en vantað stöðugleika. Þeir skiptu um þjálfara á miðju tímabili og við skútunni tók hinn þaulreyndi Kjartan Másson. Það er önnur saga að segja frá okkur því eins og flestir vita tryggði liðið sér annað sætið í seinustu umferð. Deildin mun síðan enda 18. september þegar við fáum efsta liðið, Víking Ólafsvík, í heimsókn vestur. Leikurinn í Sandgerði efst kl. 14. Deila