Fréttir

Loic Ondo í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 07.02.2013

Varnarmaðurinn Loic Mbang Ondo hefur aftur gengið til liðs við félagið. Hann mun koma til landsins 19. febrúar og hefja strax æfingar með liðinu. Loic lék með BÍ/Bolungarvík sumarið 2011, þegar liðið var á sínu fyrsta ári í 1. deild. Hann kom þá á láni frá Grindavík þar sem hann var á mála allt síðasta sumar.

Loic er 23 ára og frá Gabon en hann hefur verið í Frakklandi eftir að Pepsi deildinni lauk síðasta haust. Hann kom til Grindvíkinga 2010 eftir að hafa spilað með liðum í Frakklandi. Hann er yngri bóðir Gilles Mbang Ondo sem lék í framlínu Grindvíkinga við góðan orðstír.

Deila