Fréttir

Lokahóf Knattspyrnudeildar

Knattspyrna | 24.09.2017
Verðlaunahafar kvöldsins
Verðlaunahafar kvöldsins

Á laugardaginn síðastliðinn fór fram lokahóf knattspyrnudeildar Vestra.


Skemmtu leikmenn, stjórn og velunnarar deildarinnar sér vel um kvöldið og línurnar lagðar fyrir næsta tímabil.

Þrátt fyrir vonbrigði í sumar halda menn inn í veturinn jákvæðir og stefna á flott fótboltasumar 2018.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Pétur Bjarnason (vinstri) sem varð markahæstur, Daði Freyr (fyrir miðju) sem var valinn leikmaður tímabilsins og svo var valinn efnilegastur Þórður Gunnar, en faðir hans Hafþór tók á móti verðlaununum fyrir hann þar sem Þórður er erlendis að spila með u-17 ára liði Íslands.

Við óskum þessum 3 strákum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á næstu árum.

 

Áfram Vestri!

Deila