Fréttir

Málþing: Æskan á óvissutímum

Knattspyrna | 24.11.2008 Þriðjudaginn 25. nóvember næstkomandi verður haldið málþing á Ísafirði með yfirskriftina ,,Æskan á óvissutímum." Málþingið verður haldið á 4. hæð stjórnsýsluhússins og hefst kl. 16:30. Allir þeir sem láta sig velferð barna og ungmenna varða eru hvattir til að mæta. Mikilvægt er fyrir okkur að mæta og sýna áhuga svo við verðum heimsótt aftur. Dagskráin er svohljóðandi:

Setning:
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV

Ávarp:
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Tónlistaratriði

Ísland í efnahagslegu fárviðri:
Svava Jóhanna Haraldsdóttir, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands

Raunveruleiki heimilanna:
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Kaffi

Barnið í kreppunni:
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur

Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum:
Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar

Hvernig spegla ég ástandið?:
Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi

Fundarstjóri:
Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis Deila