Fréttir

Mark Tubæk lánaður í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 12.05.2014

BÍ/Bolungarvík hefur fengið Mark Tubæk til sín á láni frá Marien­lyst í Danmörku Tubæk kom til Djúpmanna sumarið 2012 og vakti athygli fyrir frammistöðu sína. 

Í fyrra leik hann með Þór í Pepsi-deildinni áður en hann hélt heim til Danmerkur. Nú hefur hann verið lánaður til BÍ/Bolungarvík sem vann Tindastól örugglega í fyrstu umferð 1. deildarinnar um liðna helgi. 

Lánssamningurinn gildir út júlí og þá mun Tubæk snúa aftur til Marienlyst sem er fallið niður í dönsku C-deildina þó sex umferðir séu eftir. 

Í fréttatilkynningu frá Marien­lyst segir félagið að lánið hagnist bæði leikmanninum og félaginu. Tubæk muni snúa aftur í toppformi. 

Tubæk er með eitraðan vinstri fót sem gæti hjálpað Djúpmönnum mikið í baráttunni í 1. deild.

Frétt frá Fótbolta.net

Deila