Fréttir

Michael Abnett í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 11.01.2013 BÍ/Bolungarvík hefur komist að samkomulagi við Michael Abnett um að hann leiki með liðinu i sumar.
Michael er 22 ára hægri bakvörður sem lék með BÍ/Bolungarvík árið 2011 og spilaði þá 20 leiki og skoraði 2 mörk í 1. deildinni. Michael var á mála hjá Crystal Palace þegar hann var yngri en hefur flakkað á milli liða í neðri deildum á Englandi.

Abnett er væntanlegur til landsins 3. febrúar og mun leika sinn fyrsta leik gegn Víking Ólafsvik í Lengjubikarnum þann 16. febrúar


Deila