Fréttir

Milos Ivankovic gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 02.11.2018
1 af 2

Í dag skrifaði Milos Ivankovic undir tveggja ára samning við Vestra.

Milos kemur til okkar frá Huginn, en hann hefur síðustu ár verið einn af betri varnarmönnum 2. deildarinnar.

Milos, sem er þrítugur serbi, er stór og öflugur miðvörður sem mun klárlega styrkja liðið okkar.

Við bjóðum Milos velkominn til Vestra og vonum að hérna eigi hann eftir að eiga margar frábærar stundir með okkur.

 

Áfram Vestri!

Deila